Við leggjum mikla áherslu á að veita jafnt aðgengi fyrir alla okkar gesti.
Sky Lagoon hefur sett sér það markmið frá upphafi að veita öllum okkar gestum hlýlegar móttökur og þar af leiðandi lagt mikið upp úr aðgengismálum.
Aðgengi hreyfihamlaðra
Frá hönnun var mikil áhersla lögð á að aðgengi fyrir hreyfihamlaða væri eins og best er á kosið og leiddi sú ákvörðun til byggingar rúmgóðs sérklefa með nauðsynlegum hjálparbúnaði, uppsetningar á laugarlyftum til að fara sem þægilegast í og upp úr lóninu sem og öðrum lyftum til að geta notið sjö skrefa Ritúalsins, þar með talinn kaldi potturinn og aðstöðunnar inn í torfbænum.
Til að sjá frekari upplýsingar og myndir af aðstöðunni okkar skal smella hér
Við bjóðum upp á kynhlutlausa búningsklefa
Sky búningsklefarnir okkar eru kynhlutlausir. Kynsegin gestir (þau sem skilgreina sig utan tvíhyggjukerfisins) og hafa keypt Pure eða Pure Lite aðgang með almennum búningsklefum, eru hvattir til að láta okkur vita við innritun og við munum uppfæra bókunina í Sky, án auka kostnaðar. Sjá Hinsegin Heit okkar um viðleitni Sky Lagoon til LGBTQIA+ samfélagsins.
Við viljum gera betur
Við vitum að það þarf að huga að mörgu þegar kemur að því að veita gott aðgengi og er markmið okkar að bæta aðstöðuna okkar stöðugt.
Við teljum afar mikilvægt að fyrirtæki veiti góða aðstöðu þegar kemur að aðgengismálum og við vonumst til að geta orðið hvatning fyrir önnur fyrirtæki.