Þetta þarftu að vita áður en þú heimsækir Sky Lagoon

Kynntu þér mikilvægar upplýsingar áður en þú mætir til okkar.

Þegar þú mætir í móttökuna færðu afhent sérstakt armband sem virkar sem lykill og er í senn greiðslukort fyrir allar greiðslur á meðan heimsókn þinni stendur. Þegar þú mætir tengjum við greiðslukortið þitt við armbandið sem gerir þér kleift að tékka þig út hratt og örugglega. Athugið að ekki er hægt að tengja greiðslukort með Apple pay.

Börnum yngri en 12 ára aldri eru óheimill aðgangur að Sky Lagoon. Börn frá 12 – 14 ára aldri verða að vera í fylgd foreldra/forráðamanna (18 ára og eldri). Starfsfólk Sky Lagoon kann að óska eftir staðfestingu á aldri barns í formi löggildra skilríkja og áskilur sér þann rétt að neita aðgangi ef skilríki eru ekki til staðar.

Við mælum með 1,5-2 klukkustundum. Mikilvægt er að drekka vel af vökva meðan slakað er á í heitu baðlóninu.

Lónið er u.þ.b. 38–40° heitt. Okkar breytilega veðurfar getur þó auðvitað haft töluverð áhrif á hitastigið og upplifunina almennt.

Dýpsti hluti lónsins er 120 cm.
Já. Öll okkar aðstaða, þ.m.t. búningsklefar og sturtur, veita gott aðgengi fyrir hjólastóla, auk þess sem stólalyfta er við lónið sjálft. Í boði eru sérstakir búningsklefar fyrir þá sem kjósa meira næði og aukið rými.
Ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóma, t.d. flogaveiki, sem gætu leitt til þess að þú óskir eftir auknu eftirliti með þér á meðan á dvöl þinni í lóninu stendur, þá bjóðum við upp á sjálflýsandi armbönd í móttökunni og látum gæsluna okkar vita af þér.

Við bjóðum tvenns konar búningsaðstöðu:

  • Pure: Hefðbundnir almenningsklefar með sturtu- og búningsaðstöðu ásamt lokuðum skápum fyrir fatnað og önnur verðmæti.
  • Sky: Einkaklefi með sturtu og búningsaðstöðu ásamt lokuðum skápum fyrir fatnað og önnur verðmæti. Einnig eru í boði Sky Lagoon húðvörur inní hverjum klefa.

Ókeypis afnot af handklæðum fyrir alla gesti. Hárþurrkur eru til taks á báðum svæðum.

Við bjóðum upp á handklæði til afnota.

Þar sem gengið er beint út í lónið úr búningsklefunum, bjóðum við ekki upp á inniskó eða sloppa. Þó er öllum frjálst að koma með sína eigin og nota á svæðinu

Mjög mikilvægt er að þú drekkir vökva á meðan heimsókninni stendur. Þannig muntu njóta heimsóknarinnar sem best og halda góðri heilsu.

Vatnskrana er að finna í búningsklefum og við baðlónið sjálft. Einnig má kaupa ýmsa svaladrykki á Lagoon Bar. Hver fullorðinn gestur má neyta allt að þriggja áfengra drykkja meðan á heimsókn stendur. Ölvuðum er óheimill aðgangur í lónið.

Við mælum með því að þú farir ekki á fastandi maga ofaní lónið sjálft. Veldu létta og næringarríka fæðu til að njóta heimsóknarinnar til fulls. Létt snarl er í boði á Sky Café.

Við bjóðum uppá sérstaka farangursgeymslu fyrir allan stærri farangur gegn vægu gjaldi (800 kr) í móttökunni. 

Við bjóðum upp á kaup á gjafabréfum í móttöku Sky Lagoon og hér á heimsíðunni okkar.

Já, öll eru jafn velkomin í Sky Lagoon. Hvort sem þú ert kynsegin eða trans þá er þér meira en velkomið að nýta þér einkaklefana okkar. Talaðu við teymið okkar í innritun, þau munu veita þér aðgang að einkaklefa með snyrtiaðstöðu og sturtu.

Það er leyfilegt að taka ljósmyndir af ferðalagi þínu í gegnum Sky Lagoon. Við viljum þó biðja þig að fara varlega og bera virðingu fyrir persónulegri friðhelgi annarra gesta í lóninu. Öll ljósmyndun er óheimil í búningsklefa og sturtusvæði.

Við seljum sundboli frá 66° norður og bjóðum einnig upp á að leigja sundskýlu eða sundbol í móttökunni okkar. 

Aðalmunurinn er 7-skrefa Ritúalið. 

  • Pure passi býður upp á aðgang að 7-skrefa Ritúalinu. Innifalið í því er aðgangur að lóninu, köldu lauginni áður en þú ferð inn í torfbæinn þar sem restin af skrefunum fara fram; Þurrgufan, kalda mistrið, sky saltskrúbburinn, blautgufan og að lokum mild sturta. Frekari upplýsingar um Ritúalið má nálgast hér.
  • Pure light passi veitir þér aðgang að lóninu sjálfu en ekki 7-skrefa Ritúalinu.

Vörurnar okkar eru til sölu hægra megin við útganginn úr Sky Lagoon. Þær eru eftirfarandi: 

  • Sky skrúbburinn 
  • Sky Líkamskrem (120ml eða 30ml) 
  • Sky Líkamsolía (50ml eða 30ml) 
  • Sky kodda Ilmur (30ml) 
  • Sky handsápa 
  • Sky Ilmkerti 
  • Sky Ilmsprey  
  • Sky Ilmgjafi 

Eins og við þekkjum vel getur veðrið komið okkur á óvart og er því öllum velkomið að endurbóka sig allt að 24 klst fyrir áætlaðan komutíma með því að senda email á [email protected]. Ef þig langar að upplifa ferðalagið í íslensku veðri, þá mælum við með að koma með höfuðfat. Einnig seljum við húfur í móttökunni og á Lagoon Bar.

Ritúal meðferðin er innifalin í Pure og Sky pössum. Fullt ferðalag í gegnum öll sjö skref Ritúalsins er í boði einusinni en þér er velkomið að hafa það notalegt í lóninu eins lengi og þig lystir. Ritúalið byggir á heilunarmátt heita og kalda vatnsins, við hvetjum þig að drekka nóg af vatni og njóta hvers skrefs til hins ýtrasta.

Til þess að hægt sé að tryggja öryggi gesta er sjósund óheimilt á svæðinu í kringum Sky Lagoon.  Njótum frekar útsýnisins til hins ýtrasta, þar sem himin og haf renna saman við óendanleikabrúnina.

Það fer eftir því hvernig ofnæmi þú ert með. Við mælum með því að kynna sér innihaldsefnin vel.

Sky líkamsskrúbburinn inniheldur: Maris Sal, Isopropyl Myristate, Prunus Amygdalus Dulcis (Sweet Almond) Oil, Sesamum Indicum (Sesame) Seed Oil, Parfum,Vitis Vinifera (Grape) Seed Oil, Argania Spinosa Kernel Oil, Rosa Canina Fruit Oil, Tocopheryl Acetate

Við höfum fullan skilning á því ef þú þarft að afbóka heimsóknina þína. Þú getur afbókað með allt að 24 klukkustunda fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu. Afbókanir þurfa að berast skriflega í [email protected] Vinsamlegast athugið að aðrir skilmálar gilda fyrir hópa með 10 eða fleiri gesti og má finna frekari upplýsingar um þá hér.

Til þess að innleysa gjafabréfið þitt ferð þú einfaldlega inn á heimasíðu okkar skylagoon.is — velur hnappinn bóka — Þar velur þú þér dagsetningu og tíma – Þar næst slærðu inn gjafabréfakóðann undir upplýsingar um pöntun og ýtir á uppfæra.

Ef þú ert að bóka Pure eða Sky stefnumót með gjafabréfi þarf að setja inn tvo kóða.

Við mælum eindregið með að bóka aðganginn fyrirfram. Ef það er laust þegar þú mætir er velkomið að kaupa á staðnum. Hér getur þú bókað þína notalegu stund í Sky Lagoon.

Ef þú týndir eitthverju í Sky Lagoon munum við gera okkar besta í að finna það og skila því til þín. Mikilvægt er að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Við geymum verðmæti í þrjá mánuði og aðra óskilamuni í einn mánuð.
  • Kostnaður við að senda hlut sem týndist eru 4000 kr.

Ef þú týndir einhverju í Sky Lagoon þá biðjum við þig að senda okkur tölvupóst á: l[email protected]. Gott er að taka fram nafn, lýsingu á hlutnum, hvar og hvenær hann týndist og mynd ef kostur er.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við? Bóka

back to top