Gefðu hlýju og hugarró

Gjafakort Sky Lagoon er fullkomið fyrir alla þá sem vilja gefa gjöf sem endurnærir bæði sál og líkama. Fátt er betra en að slaka á undir berum himni í heitu baðlóni í stórbrotnu umhverfi og anda að sér fersku sjávarlofti í amstri hversdagsins.

Gjafakort

Gjafakort í Sky Lagoon er bæði heilsubót og næring fyrir líkama og sál.

Stefnumót & regluleg vellíðan

Með Pure eða Sky stefnumóti geta tvö deilt sinni upplifun og notið bæði matar og drykkjar. Multi-Pass gjafakortið setur vellíðan og heilsu í fyrsta sæti. Þú gefur þá sex heimsóknir á meira en helmingsafslætti.

Bæta við gjöf

Hér getur þú sett saman fjölbreyttari upplifun. Einnig er hægt að bæta við innpökkun í greiðsluferlinu. En ein gjafaaskja táknar eitt tré í samstarfi okkar við Kolvið.

back to top