Jafnlaunastefna Sky Lagoon

Sky Lagoon gætir fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf.  Sky Lagoon byggir allar launaákvarðanir á málefnalegum viðmiðum til að tryggja að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín út frá verðmæti starfa óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Sky Lagoon sig til að: 

  • Skjalfesta, viðhalda og starfrækja vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals ÍST 85 og vinna að stöðugum umbótum, eftirliti og viðbrögðum.
  • Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög.
  • Framkvæma innri úttektir og rýni stjórnenda árlega.
  • Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar.
  • Kynna helstu niðurstöður launagreininga fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við óútskýrðum launamuni með stöðugu eftirliti og umbótum.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi.

Á ysta odda Kársness í Kópavogi

Þú finnur okkur þar sem himinn og haf renna saman

Hvar erum við? Bóka

back to top