Með loforði Sky Lagoon um öryggi skuldbindum við okkur til að tryggja öryggi og velferð gesta jafnt sem starfsfólks. Með þessum verkferlum munum við tryggja að gestir Sky Lagoon upplifi öryggi í hvívetna á meðan á heimsókninni stendur.
Við höfum fullan skilning á því ef þú þarft skyndilega að afbóka heimsóknina þína til okkar. Þú getur afbókað með allt að 24 klukkustunda fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu. Teymið okkar veitir allar nauðsynlegar upplýsingar.