Í gegnum aldirnar hefur íslenska þjóðin sótt bæði heilsubót og nærandi samveru í vatn, hvort sem það eru litlar náttúrulegum jarðlaugar, stórar sundlaugar eða sjálfur sjórinn. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufan, þurrgufan og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Á þessari hefð byggjum við Sky Lagoon.
Andaðu að þér ferska loftinu og finndu friðinn. Byrjaðu þetta endurnærandi ferðalag í heilsulóninu okkar. Njóttu í botn.
Kuldameðferð eykur hamingju og velsæld. Finndu hvernig þú lifnar við í fersku sjávarloftinu. Ef þú þorir mælum við með því að taka stutta dýfu í kalda kerinu. Það örvar ónæmiskerfið, eykur blóðflæði og þéttir húðina. Náttúruleg sæluvíma!
Eftir þessa frískandi reynslu er komið að 5–10 mínútna þurrgufu. Hitinn opnar svitaholur, fjarlægir eiturefni og hreinsar húðina á meðan þú tekur inn bæði útsýnið og ljúfan ilm undir slakandi takti og tónlist.
Kældu þig niður með svölu mistri sem örvar og endurnærir líkama og sál. Dragðu djúpt andann og finndu hvernig þú lifnar við!
Gufan fullkomnar Ritúal-meðferðina með þvi að opna húðina enn á ný svo hún drekki í sig rakann úr Sky kornakreminu. Gufan auðveldar öndun og styður við heilbrigða virkni líkamans. Hrein dásemd.
Að lokum skaltu loka augunum. Finndu fyrir áhrifunum og njóttu augnabliksins! Líkami og sál hafa verið endurnærð frá toppi til táar.
Komdu við í verslun Sky Lagoon og taktu kraft, hita og leyndardóma lónsins með þér heim.