Skilmálar og fyrirvarar
Vertu hjartanlega velkomin(n) í Sky Lagoon. Vinsamlegast hafðu í huga að ákveðnir skilmálar og fyrirvarar gilda um þessa heimsókn.
- Miðinn þinn veitir aðgang að Sky Lagoon á ákveðinni dagsetningu og á ákveðnum tíma. Aðeins er hægt að taka á móti ákveðnum fjölda gesta. Það er því er ekki hægt að ábyrgjast aðgang ef þú mætir of seint. Í því tilviki er miðinn ógildur.
Sé miðinn keyptur fyrirfram er hægt að breyta dagsetningunni eða fá endurgreitt ef fyrirvari er samkvæmt eftirfarandi upplýsingum:
- Fyrir 1-10 gesti ef fyrirvari er allt að 24 klukkustundum frá áðurnefndri tímasetningu.
- Fyrir hópa:
- 11-25 gesti ef fyrirvari er allt að 72 klukkustundum frá áðurnefndri tímasetningu.
- 26-50 gesti ef fyrirvari er allt að 96 klukkustundum frá áðurnefndri tímasetningu.
- 51-100 gesti ef fyrirvari er allt að 2 vikum frá áðurnefndri tímasetningu.
- 101 gesti ef fyrirvarinn er allt að 12 vikum frá áðurnefndri tímasetningu eða samkvæmt samningi.
- Öll kaup á netinu þarf að greiða um leið og að fullu með kreditkorti. Allt verð á vefsíðunni er í íslenskum krónum og er virðisaukaskattur, ásamt öðrum sköttum og gjöldum, innifalinn. Við áskiljum okkur rétt til að breyta verði án fyrirvara.
- Börnum yngri en 12 ára aldri eru óheimill aðgangur að Sky Lagoon. Börn frá 12–14 ára aldri verða að vera í fylgd foreldra/forráðamanna (18 ára og eldri). Ósynd börn þurfa að vera með handakúta og í umsjá forráðamanns allan tímann. Starfsfólk Sky Lagoon kann að óska eftir staðfestingu á aldri barns í formi löggildra skilríkja og áskilur sér þann rétt að neita aðgangi ef skilríki eru ekki til staðar.
- Sky Lagoon áskilur sér rétt til að meina um aðgang eða vísa úr lóninu hverjum þeim sem:
- Sýnir af sér hegðun sem dregur úr öryggi eða ánægju annarra gesta að mati starfsfólks Sky Lagoon.
- Ógnar, ögrar, móðgar, eða lítillækkar aðra gesti eða starfsfólk með orðum eða athöfnum, eða sýnir hegðun sem truflar þá nauðsynlegu ró sem skal ríkja á staðnum.
- Er, eða virðist vera, undir áhrifum lyfja eða áfengis. Starfsfólk áskilur sér rétt til að biðja gesti um að standast blásturspróf ef grunur leikur á slíku. Gestir sem mælast með meira en 0,08% áfengismagn í blóði fá ekki að fara ofan í lónið.
- Búast má við því að hiti vatnsins í Sky Lagoon sé á bilinu 38°-40°C. Á staðnum er einnig að finna gufuböð, sauna-böð og kaldar laugar. Vinsamlegast nýttu þér ekki áðurnefnda aðstöðu ef þú glímir við ástand, óþægindi eða líkamlegar hindranir sem valda því að það væri óráðlegt. Öll nýting aðstöðunnar er á þína eigin ábyrgð. Allar aðstæður á staðnum eru öruggar og hafa hlotið leyfi allra viðeigandi yfirvalda.
- Gestum ber að halda sig á afmörkuðu gestasvæði (afmarkað gestasvæði nær ekki yfir sjóinn í kringum Sky Lagoon) og fylgja öllum heilbrigðis- og öryggisreglum. Skulu gestir enn fremur ávallt fylgja fyrirmælum starfsfólks ellegar eiga á hættu að vera vísað af staðnum.
- Allir gestir Sky Lagoon þurfa að greiða aðgangseyri áður en farið er inn á baðsvæðið. Hverjum þeim sem reynir að komast inn á svæðið án miða verður vísað á brott.
- Ekki má neyta annars matar eða drykkjar á svæði Sky Lagoon en þess sem keypt er á á staðnum.
- Reykingar eru bannaðar innan rekstrarsvæðis Sky Lagoon.
- Ekki má koma með gæludýr í Sky Lagoon.
- Virða skal persónulega friðhelgi annarra gesta meðan á dvöl stendur og forðast að gefa frá sér eða valda hávaða eða hegða sér á þann hátt að það geti truflað aðra gesti. Ef til kemur skal fylgja fyrirmælum starfsfólks í hvívetna hvað þetta varðar eða eiga annars á hættu að vera vísað af svæðinu.
- Allar myndatökur, eða annars konar upptökur, meðan á heimsókninni í Sky Lagoon stendur skulu háðar skýru leyfi starfsfólks Sky Lagoon. Þær myndir eða upptökur sem þannig verða til skulu aðeins vera til einkanota og má ekki nota í neinum markaðslegum tilgangi.
- Hent getur að Sky Lagoon, eða aðrir aðilar sem hafa til þess leyfi, muni standa fyrir myndatökum eða upptökum á staðnum þar sem gestir gætu sést. Gestum mun verða tilkynnt um það ef slíkar tökur eru í gangi. Með því að koma á svæðið eftir að hafa verið tilkynnt um tökur af þessu tagi telst þú hafa gefið leyfi fyrir tökunum fyrir þitt leyti. Enn fremur telst þú hafa gefið Sky Lagoon og öðrum aðilum sem hafa til þess leyfi, heimild til að nýta myndir úr tökunum hvenær sem er í hvers kyns markaðs- og kynningarefni eða auglýsingar, á hvaða formi eða miðli sem er. Einnig telst þú hafa samþykkt að höfundarréttur og annar áskilinn réttur, hvíli hjá Sky Lagoon eða þeim aðila sem hafði hlotið leyfi í því tilfelli. Vinsamlegast gerðu afgreiðslu viðvart ef þú vilt ekki veita samþykki fyrir þitt leyti.
- Sky Lagoon kappkostar að hafa alla aðstöðu og þjónustu í boði fyrir gesti á auglýstum afgreiðslutímum. Þrátt fyrir það áskilur Sky Lagoon sér rétt til að loka aðstöðunni, eða hluta hennar, af öryggisástæðum eða af öðru tilefni, hvort sem færi gefst á að tilkynna það fyrirfram eður ei. Komi til slíkra lokana mun Sky Lagoon bjóða gestum að fá aðgangseyri endurgreiddan og skal það teljast fullar bætur.
- Sky Lagoon býður ýmiss konar þjónustu og aðstöðu fyrir gesti með sérþarfir eða hamlanir og mun starfsfólk okkar aðstoða viðkomandi eftir þörfum. Vinsamlegast hafið samband við [email protected] fyrir nánari upplýsingar.
- Sky Lagoon ber ekki ábyrgð á tjóni, skemmdum, þjófnaði eða rangfærslu á persónulegum munum gesta. Til persónulega muna teljast, en eru ekki takmarkaðir við gleraugu, skartgripi, síma og stoðtæki. Gestum er úthlutaður skápur í búningsklefa ásamt armandi sem virkar sem lás að skápnum, er það því ábyrgð hvers og eins gests að geyma sína muni á öruggan hátt.Þar sem umhverfið í lóninu og Torfhúsinu er blautt, rakt og með mismunandi hitastig, mælum við með því að fylgja ávalt leiðbeiningum framleiðanda um notkun til að forðast skemmdir á persónulegum munum. Einnig mælum við eindregið með því að koma ekki með verðmæta eða viðkvæma muni inn í lónið eða Torfhúsið. Auklega ber Sky Lagoon ekki ábyrgð á vatnstjóni sem getur orðið á persónulegum munum í vatnsheldu hulstri á svæðinu, hvort sem hulstur eru persónleg eign eða keypt í Sky Lagoon.
- Hált yfirborð getur myndast á blautum svæðum. Mjög mikilvægt að fara varlega öllum stundum. Gestir eru á sinni eigin ábyrgð og slys geta gerst ef ekki er farið gætilega. Vinsamlegast hafið samband við teymið okkar ef þú þarft aðstoð.
- Við innritun fá gestir afhent viðeigandi armband sem er bæði lykill og greiðslukort fyrir öllum greiðslum á meðan heimsókn í Sky Lagoon stendur. Þitt eigið greiðslukort er tengt við armbandið í bókunarferlinu. Allar greiðslur á armbandið eru á þinni eigin ábyrgð. Af þeirri ástæðu eru gestir rukkaðir fyrir týnt armband ef þeir geta ekki framvísað armbandi við heimsóknarlok.
- Öllum gestum ber skylda að klæðast sundfötum í baðlóninu. Við bjóðum sundföt bæði til leigu og til kaups.
- Gjafakortin okkar eru til sölu hér á heimasíðunni og í móttökunni okkar í Vesturvör 44. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að skila Sky Lagoon gjafakorti og fá endurgreitt. Hinsvegar er hægt að skipta gjafakorti eða uppfæra það gegn gjaldi.
Þó svo að þessir skilmálar og fyrirvarar séu ákveðnir einhliða af Sky Lagoon skulu allir gestir Sky Lagoon bundnir af hvorum tveggja. Skilmálarnir og fyrirvararnir eru gerðir í samræmi við íslensk lög og skulu því ávallt túlkaðir í ljósi þeirra.